Við húsið

Mynstursteypa hentar sérstaklega vel í innkeyrslur, bílastæði, göngustíga, verandir og sólpalla.

Í GARÐINUM

Steypan hefur þann eiginleika á að geta flætt eftir landslagi garðsins og má leggja hana í halla eða búa til úr henni tröppur án þess að til þurfi að koma flóknar útfærslur við sögun líkt og með hellur.

Það er einnig auðvelt að steypa algerlega upp að hleðslum í garði eða náttúrurgrjóti án þess að bil myndist á milli.

Skemmtilegt getur verið að blanda saman mynstrum og/eða litum til að t.d. afmarka svæði (gönguleiðir frá bílastæðum) eða búa til lítil torg.

INNANDYRA

Tilvalið er að nota mynstursteypu í garðskála og laufskála. Einnig er afar hentugt að nota hana sem gólfefni í stofur og eldhús í stað flísa.

ANNAÐ

Hægt er að gera nokkurn vegin hvað sem er með mynstursteypu, tjarnir, heita potta, tröppur, veggi og sólpalla.