Steypan

Steypan sem notuð er í mynstursteypu er sérlöguð fyrir þessa notkun.

Hún inniheldur miklu meira af trefjum og sementi en venjuleg steypa en það gerir hana sterkari og slitþolnari enda þarf hún að þola bílaumferð og hitasveiflur á stórum fleti.

Einnig er settur herðir í litinn þannig að það eykur enn á styrk hennar.

Fyrir frekari upplýsingar um steypuna er hægt að skoða vef Steypustöðvarinnar hér.

Litir

Hægt er að fá alla hefðbundna liti í mynstursteypu. Algengustu litirnir eru steypugrár, terrakotta-rauður og drapp. Sett er svart eða brúnt skyggingarefni yfir flötinn eftir að hann hefur verið litaður til að fá dýpt í hann og ná fram náttúrulegum blæbrigðum.

Innandyra eru helst notaðir brúnir, terrakotta og drappaðir litir.

Mynstur

Mynstrin eru öll afsteypur af frummyndum. Algengustu mynstrin eru steinskífa, flísamunstur, blævængir og náttúrusteinn en fleiri skemmtilegar útfærslur fást.

Steinskífa líkjast venjulegum forsteyptum hellum. Þær eru 46x46cm stórar og eru sérstaklega hentugar í bílastæði og á afmarkaða fleti t.d. þar sem er verið að leika sér með mynstur og liti á flötum. Mynstrinu má snúa til og skapa þannig dýpt.

Flísamynstur er hægt að fá í nokkrum mismunandi útfærslum. Þau henta best þar sem ætlað er að ná fram óvenjulegri útfærslum og á stærri flötum. Þau líkjast flísum og eru koma einkar vel út innanndyra: í stofum, anddyrum, baðherbergjum og eldhúsum. Þetta eru líka bestu munstrin í sólstofur og garðskála.

Blævængur eru einungis notuð til skrauts. Þau mynda skemmtilega flæðandi heild á bílastæði en einnig má nota þau til að afmarka fleti og búa til torg. Þau gefa möguleika á að brjóta upp flötinn með fleiri litum og skapa stemmingu.

Náttúrusteinn er eins og nafnið gefur til kynna ætlað að líkja eftir náttúrulegum steinskífum. Mynstrið hentar einkar vel í garða, göngustíga og viðverusvæði við hús. Einnig í tjarnir og á veggi. Mynstrið er mjög lífrænt og myndar heilstæða tenginu steypunnar við garðinn.

Steypustöðin: http://steypustodin.is

PICS: http://www.picsuk.com